Skip to product information
1 of 5

Álfdís Lambhúshetta

Álfdís Lambhúshetta

Regular price 990 ISK
Regular price Sale price 990 ISK
Sale Sold out
Taxes included.

Eftir að hafa eignast þriðja barnið og sem einlægur lambhúshettuáhugaprjónakona (ef það er orð?) fannst mér kominn tími til að sjóða saman í hina fullkomnu lambhúshettu að mínu mati! Lambhúshettu með eiginleika sem heldur enni barns hlýju, heldur vel utan um lítil falleg andlit, lyftist ekki upp að aftan og berustykkið situr fallega á litlum kroppum

Grunnkunnátta í prjónaskap þyrfti helst að vera til staðar til þess að prjóna þessa uppskrift en hún er þó vel og ítarlega útskýrð.

Í uppskriftinni eru eftirvarandi verkefni: 

  • Kantlykkjur
  • "Spari"stroff, sléttu lykkjurnar eru snúnar
  • Telja fyrir einföldu munstri (slétt og brugðið)
  • Framkalla styttar umferðir (German Short Rows)
  • Útaukningar til hægri og vinstri (M1R & M1L)
  • Lykkja saman (Kitchener Stitch) - einnig hægt að sauma saman.

Stærðir: 3-6 mánaða (6-9 mánaða) 9-12 mánaða (1-2 ára) 2-3 ára
Garnmagn: 100gr. (100gr.) 100gr. (150 gr.)
Garn: Lana gatto Feeling eða annað sambærilegt
Prjónfesta: 22-24l / 10cm

Ath. Ég gerði mitt besta til þess að útskýra allt vel og vandlega en einnig má finna hjálparmyndbönd á vefsíðunni hvernig á að framkvæma kantlykkjur og styttar umferðir. Ef þú verður strand eða skilur ekki næsta skref mæli ég hiklaust með því að hringja í næstu prjónavinkonu, athuga hvort að Google eða Youtube geti hjálpað þér eða jafnvel grúppan á Facebook sem heitir "handóðir prjónarar". Minni samt á að lesa uppskriftina vel og vandlega í upphafi. Ég get ekki lofað persónulegri aðstoð þó ég að sjálfsögðu geri mitt besta ef tími gefst! 

Gangi þér vel og endilega taggaðu mig á Instagram (@arnayrjons) ef þú deilir lokaútkomunni! 

View full details
Your cart
Product Product subtotal Quantity Price Product subtotal
Álfdís Lambhúshetta
Álfdís Lambhúshetta1
Álfdís Lambhúshetta1
990 kr/ea
0 kr
990 kr/ea 0 kr