Álfdís Lambhúshetta
Álfdís Lambhúshetta
Eftir að hafa eignast þriðja barnið og sem einlægur lambhúshettuáhugaprjónakona (ef það er orð?) fannst mér kominn tími til að sjóða saman í hina fullkomnu lambhúshettu að mínu mati! Lambhúshettu með eiginleika sem heldur enni barns hlýju, heldur vel utan um lítil falleg andlit, lyftist ekki upp að aftan og berustykkið situr fallega á litlum kroppum ♡
Grunnkunnátta í prjónaskap þyrfti helst að vera til staðar til þess að prjóna þessa uppskrift en hún er þó vel og ítarlega útskýrð.
Í uppskriftinni eru eftirvarandi verkefni:
- Kantlykkjur
- "Spari"stroff, sléttu lykkjurnar eru snúnar
- Telja fyrir einföldu munstri (slétt og brugðið)
- Framkalla styttar umferðir (German Short Rows)
- Útaukningar til hægri og vinstri (M1R & M1L)
- Lykkja saman (Kitchener Stitch) - einnig hægt að sauma saman.
Stærðir: 3-6 mánaða (6-9 mánaða) 9-12 mánaða (1-2 ára) 2-3 ára
Garnmagn: 100gr. (100gr.) 100gr. (150 gr.)
Garn: Lana gatto Feeling eða annað sambærilegt
Prjónfesta: 22-24l / 10cm
Ath. Ég gerði mitt besta til þess að útskýra allt vel og vandlega en einnig má finna hjálparmyndbönd á vefsíðunni hvernig á að framkvæma kantlykkjur og styttar umferðir. Ef þú verður strand eða skilur ekki næsta skref mæli ég hiklaust með því að hringja í næstu prjónavinkonu, athuga hvort að Google eða Youtube geti hjálpað þér eða jafnvel grúppan á Facebook sem heitir "handóðir prjónarar". Minni samt á að lesa uppskriftina vel og vandlega í upphafi. Ég get ekki lofað persónulegri aðstoð þó ég að sjálfsögðu geri mitt besta ef tími gefst!
Gangi þér vel og endilega taggaðu mig á Instagram (@arnayrjons) ef þú deilir lokaútkomunni! ♡
Deila
Couldn't load pickup availability




