Hér hlakka ég til að deila með ykkur bæði prjóna, súrdeigs & matreiðsluuppskriftum! ♡

  • Átt þú afkvæmi Súrlaugs?

    Ef þú hefur fengið móðursúr undan Súrlaugi Kengsingsyni þá eru þetta grunnupplýsingar fyrir þig. Súrlaugur fær að "borða" í hlutföllunum 1:1:1. Ef þú ert með 40gr af súr þá blandar þú 40gr af hveiti og 40gr af volgu vatni saman og hrærir. Blandan verður smá kekkjótt og á að vera þykk. Leyfðu súrnum að standa úti á borði með bökunarpappír yfir eða lok tillt á krukkuna og leyfðu súrnum að njóta máltíðarinnar og rísa upp.

  • Uppskriftin að súrdeigsbrauðinu glæsilega!

    Ég er að vinna í því að koma veglegri uppskrift frá mér varðandi súrdeigsbrauðin sem ég hef verið að baka. Frekar vil ég gefa út réttar og skýrar upplýsingar heldur uppskrift í fljótfærni. Endilega bíðið þolinmóð því við Súrlaugur erum á fullu að undirbúa bullet proof uppskrift fyrir ykkur.